Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga

Stéttarfélag í almannaþjónustu nýtir Outcome kannanakerfið til mælinga á ýmsu sem snertir hagi þeirra félagsmanna og á viðhorfum til þeirrar þjónustu sem veitt er af hálfu félagsins. 

Í lok nóvember fór í loftið viðhorfskönnun varðandi hvernig tekist hefur til með flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Könnunin var send til SFR félaga sem starfa hjá sveitarfélögum við málefni fatlaðra. 

Svarhlutfallið var 37,25% en unnið verður með niðurstöðurnar núna á vorönn þar sem ráðgert er að heildarendurskoðun og mat fari fram á flutningi málaflokksins um mitt þetta ár en um síðastliðin áramót eru liðin þrjú ár frá því að málaflokkur fatlaðra flutti frá ríki til sveitarfélaga.