Um okkur

Fyrirtækið

Fyrirtækið Könnuður var stofnað af Þórði Höskuldssyni og Erlu Magnúsdóttur árið 2014 til að þróa og selja hugbúnað til kannanagerðar og kannanakerfið er í dag eini hugbúnaðurinn af þeirri gerð sem byggir á íslensku hugviti og tekur sérstaklega mið af þörfum samfélags og atvinnulífs. 

Fyrirtækið leggur til bæði tækni og þekkingu í rafrænni kannanagerð, rafrænum atkvæðagreiðslum og annarri upplýsingaöflun í gegnum netið.

Starfsfólk félagsins hefur viðamikla reynslu á þessu sviði. Öll þróun kerfa og framkvæmd verkefna tekur mið af þörfum íslensks samfélags. Áhersla er lögð á góða þjónustu og jákvæð samskipti við viðskiptavini á sama tíma og virðing er borin fyrir frelsi og rétti til einkalífs.

Kannanir, atkvæðagreiðslur og aðrar lausnir eru byggðar á eigin hugbúnaðarlausnum fyrirtækisins og þannig er hægt að mæta óskum og þörfum viðskiptavina og jafnvel þróað lausnir með einstökum viðskiptavinum.

Sveigjanleiki, traust og heiðarleiki eru grunnstoðir starfsemi Könnuðar

Staðsetning

Heimilisfang: 

Outcome kannanir ehf.  | Borgartúni 20  |  2 hæð  |  105 Reykjavík

Sími: 517-1550

Netfang: [email protected]

Vottuð hýsing og gögn öryggisafrituð

Hýsing kerfa og þeirra gagna sem eru í umsjá Outcome kannana ehf. er öll í netþjónasal á Íslandi. Hýsingin er vottuð samkvæmt ÍST ISO/IEC 27001:2005 staðlinum. Öll gögn sem Könnuður ehf. geyma fyrir sína viðskiptavini eru öryggisafrituð á hverjum sólarhring og afrit geymd í 6 mánuði. Afritunin byggir á Tivoli Storage Manager (TSM) þar sem bæði eru afritun og gagnageymslu að ræða.

Gagnaöryggi & Meðferð persónuupplýsinga

Gagnaöryggi og trúnaður eru lykilatriði í starfsemi fyrirtækisins.

Upplýsingaöryggi er samvinnuverkefni Könnuðar og viðskiptavina fyrirtækisins. Áhersla er lögð á að sú samvinna sé skilvirk þannig að öryggismál séu ávallt í forgrunni.

Meðferð persónuupplýsinga

Könnuður leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Fyrirtækið leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er ogsafnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Könnuðar, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga.

Könnuðu nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem fyrirmæli viðskiptavina segja til um og persónuupplýsingar eru aldrei geymdar lengur en nauðsynlegt þykir og í samræmi við óskir viðskiptavina.

Könnuður miðlar ekki persónuupplýsingingum til þriðja aðila nema í samræmi við samninga og þá í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum þjónustu sem samkomulag hefur verið gert um.

Í þeim tilfellum þegar annar vinnsluaðili fær aðgang að einhverjum gögnum sem kunna að innihalda persónuupplýsingar, tryggir Könnuður trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni.

Könnuður gætir þess að sú vinnsla upplýsinga sem fyrirtækið hefur með höndum, sem vinnsluaðili, sé í fullu samræmi við lög um persónuvernd. Starfsmenn félagsins eru bundnir trúnaði um þær upplýsingar sem þeir kunna að komast í tæri við í við störf fyrir félagið.

Hvaða persónuupplýsingar

Könnuður heldur saman upplýsingum um starfsfólk, viðskiptavini og byrgja í samræmi við lög og reglu.

Í kannanakerfinu ,byggt á einstökum verkefnum, geta upplýsingar um t.d. nöfn, kennitölur, kyn,netföng,vinnustaði og heimilisföng verið til staðar í tengslum við einstök verkefni.

Könnuður hagar varðveislu persónuupplýsinga þannig að öryggi gagna sé sem mest og beitir til þess tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum.

Hluti þeirrar þjónustu sem Könnuður veitir er að veita viðskiptavinum aðgang að kerfum félagsins svo þeir sjálfir geti framkvæmt sínar kannanir. Viðskiptavinurinn hefur í þessum tilfellum full yfirráð yfir sínum gögnum og hlutverk Könnuðar er fyrst og síðast að varðveita gögnin með öruggum hætti fyrir hönd viðskiptavinarins.

Könnuður hefur þróað sérstakar hugbúnaðarlausnir sem einfalda notendum kerfa félagsins eyðingu allra persónuupplýsinga að lokinni notkun og hvetur til þess að sjálfstæðir notendur kerfa geymi ekki slíkar upplýsingar lengur en nauðsyn krefur. Þannig styður hugbúnaðurinn við viðleitni viðskiptavina til að mæta kröfum persónuverndarlaga.