Kannanir

Hvort sem þú vilt fá aðgang að kannanakerfinu til að framkvæma eigin kannanir eða hjálp við framkvæmd þá leysum við úr því með þér. Hér hafa kannanir komist í loftið á innan við klukkustund en einnig höfum við byggt upp þekkingu og aðferðir með fyrirtækjum sem sjá alfarið um sín kannanamál sjálf.

Hvar sem þú ert á skalanum hikaðu ekki við að hafa samband og við skoðum málin með þér.

Flókið eða einfalt - stórt eða smátt , það borgar sig að spyrja

Þúsundir kannana að baki

Outcome  kannanakerfið sem hefur allt frá árinu 2003 verið nýtt af fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana. Þróun þess hefur tekið mið af þörfum viðskiptavina. Kerfið er smíðað með leikmanninn í huga og er verkfæri sem hver viðskiptavinur nýtir eftir sínu höfði. Starfsmenn fyrirtækisins eru til staðar þegar hjálpar er þörf. Hvort sem um er að ræða einfalda leiðsögn við uppsetningu spurninga eða heildarframkvæmd og úrvinnslu kannana.

Kerfið er mjög sveigjanleg og töluvert er til að sértækum einingum til mælinga og úrvinnslu en einnig smíðum við lausnir fyrir sérverkefni einstakra viðskiptavina.


Vanda þarf til verka við undirbúning

Þrátt fyrir að öll framkvæmd kannana sé einfaldari en nokkru sinni áður þá verður alltaf að vanda til spurningagerðar og annars undirbúnings. Hér gildir að gæði upplýsinga sem fást úr könnun verða aldrei betri en gæði þeirrar vinnu sem lögð er í undirbúning kannanaframkvæmdar. 

Túlkun niðurstaðna verður alltaf verkefni þess sem telst eigandi könnunar. Starfsmenn Outcome kannana geta hjálpað við alla úrvinnslu þannig að upplýsingar sem fást verði sem skýrastar en endanleg túlkun gagna verður alltaf eigandans.