Fræðsla

Vönduð kannanagerð byggir á réttri beitingu kannana við upplýsingaöflun. Markmiðið er að fá fram góðar og gagnlegar upplýsingar á sama tíma og ónæði með ómarkvissum og of löngum spurningalistum er takmarkað. Í háskólum landsins og víðar eru rannsóknir kenndar og margir hafa fengið kennslu á því sviði. Við hjálpum þeim og öðrum við upplýsingaöflun með rafrænni tækni.

Í Outcome kannanakerfinu eru leiðbeiningar á íslensku og ensku um notkun þess þar sem farið er yfir uppsetningu kannana, framkvæmd og úrvinnslu.

Nýjum viðskiptavinum er boðin hjálp og þeim komið af stað í sinni kannanavinnu. Eldri viðskiptavinum býðst hjálp og upprifjun eftir þörfum.

Starfsfólk leiðbeinir og nýtir þá reynslu sína af framkvæmd kannana og leggur sig þannig fram um að tryggja að framkvæmd viðskiptavina á könnunum verði hnökralaus.

Hægt er að óska eftir námskeiðum þar sem fulltrúi frá fyrirtækinu leiðbeinir og fer yfir þau tækifæri og möguleika sem kannanakerfið býður uppá.