Kosningar

Rödd fjöldans heyrist í gegnum atkvæðagreiðslu

Atkvæðagreiðslur eru hluti af lýðræðissamfélagi. Þær eru hluti af því að sameiginlegar ákvarðanir eru teknar og viðurkenning á að rödd einstaklings, hagsmunaaðila eða félaga hafi eitthvað um tengda hagsmuni að segja. Stundum er sagt að lýðræðið vefjist fyrir okkur og geti verið bæði þunglamalegt og erfitt í framkvæmd. Hjá Outcome könnunum er það ekki svo. Með nýtingu tækninnar getum við aðstoðað. Fyrirtækið framkvæmir fjölda atkvæðagreiðsla og kosninga ár hvert.

Það skiptir ekki máli hvort hópurinn telur 10 eða 10.000 sem á atkvæðisrétt. Á styttri tíma en áður hefur þekkst má ná fram niðurstöðu sem byggir á vilja þess hóps sem um ræðir hverju sinni.

Rafrænar kosningar og atkvæðagreiðslur

Rafrænar atkvæðagreiðslur njóta aukinna vinsælda. Ástæður þess eru að langflestir hafa orðið aðgang að netinu með einhverjum hætti og möguleikum til aðgengis fjölgar jafnt og þétt með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma.

Frá árinu 2006 hefur Outcome sinnt hundruðum rafrænna atkvæðagreiðsla af margvíslegum toga. Tæknilegar forsendur, regluverk um atkvæðagreiðslur og eðli hópsins sem greiðir atkvæði ráða því hvaða leið hentar hverju sinni. Starfsmenn Outcome kannana meta með viðskiptavinum hvaða leið skuli fara í hverju tilfelli fyrir sig.

Fjölbreytt form á kosningum og atkvæðagreiðslum

Í boði eru fjölbreytt form á kosningum og atkvæðagreiðslum. Lög félaga, tengsl við félagsmenn og eðli hverrar atkvæðagreiðslu geta ráðið því hvaða leið skuli farin. Hægt er að senda kjörlykla með bréfpósti, tölvupósti og einnig er hægt að setja upp staðbundnar kosningar sem aðeins er hægt að taka þátt í á tilteknum stað svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að stilla upp kosningum þannig að kjörlyklar beri mismörg atkvæði og slíkt á t.d. við í hlutafélögum. 

Sjá nánar hér >>

Trúnaður

Til að tryggja að öll framkvæmd sé með réttum hætti og ekki halli á neinn hefur fyrirtækið sett sér starfsreglur sem snúa að því að upplýsingagjöf eða aðgengi að upplýsingum um gang mála á kjörtíma eru takmarkaðar. Unnið er náið með kjörstjórnum eða umsjónaraðilum kosninga á framkvæmdatíma en aðeins eru veittar upplýsingar um þátttöku og unnið úr málum sem upp koma. Trúnaður gildir um svarþróun og þátttöku einstaklinga.