Kosningar

Rödd fjöldans heyrist í gegnum atkvæðagreiðslu

Atkvæðagreiðslur eru hluti af lýðræðissamfélagi. Þær eru hluti af því að sameiginlegar ákvarðanir eru teknar og viðurkenning á að rödd einstaklings, hagsmunaaðila eða félaga hafi eitthvað um tengda hagsmuni að segja. Stundum er sagt að lýðræðið vefjist fyrir okkur og geti verið bæði þunglamalegt og erfitt í framkvæmd. Hjá Outcome könnunum er það ekki svo. Með nýtingu tækninnar getum við aðstoðað. Fyrirtækið framkvæmir fjölda atkvæðagreiðsla og kosninga ár hvert.

Það skiptir ekki máli hvort hópurinn telur 10 eða 10.000 sem á atkvæðisrétt. Á styttri tíma en áður hefur þekkst má ná fram niðurstöðu sem byggir á vilja þess hóps sem um ræðir hverju sinni.

Rafrænar kosningar og atkvæðagreiðslur

Rafrænar atkvæðagreiðslur njóta aukinna vinsælda. Ástæður þess eru að langflestir hafa orðið aðgang að netinu með einhverjum hætti og möguleikum til aðgengis fjölgar jafnt og þétt með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma.

Frá árinu 2006 hefur Outcome sinnt hundruðum rafrænna atkvæðagreiðsla af margvíslegum toga. Tæknilegar forsendur, regluverk um atkvæðagreiðslur og eðli hópsins sem greiðir atkvæði ráða því hvaða leið hentar hverju sinni. Starfsmenn Outcome kannana meta með viðskiptavinum hvaða leið skuli fara í hverju tilfelli fyrir sig.

Fjölbreytt form á kosningum og atkvæðagreiðslum

Í boði eru fjölbreytt form á kosningum og atkvæðagreiðslum. Lög félaga, tengsl við félagsmenn og eðli hverrar atkvæðagreiðslu geta ráðið því hvaða leið skuli farin. Hægt er að senda kjörlykla með bréfpósti, tölvupósti og einnig er hægt að setja upp staðbundnar kosningar sem aðeins er hægt að taka þátt í á tilteknum stað svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að stilla upp kosningum þannig að kjörlyklar beri mismörg atkvæði og slíkt á t.d. við í hlutafélögum. 

Sjá neðar á síðu.

Trúnaður

Til að tryggja að öll framkvæmd sé með réttum hætti og ekki halli á neinn hefur fyrirtækið sett sér starfsreglur sem snúa að því að upplýsingagjöf eða aðgengi að upplýsingum um gang mála á kjörtíma eru takmarkaðar. Unnið er náið með kjörstjórnum eða umsjónaraðilum kosninga á framkvæmdatíma en aðeins eru veittar upplýsingar um þátttöku og unnið úr málum sem upp koma. Trúnaður gildir um svarþróun og þátttöku einstaklinga.

Helstu aðferðir

Póstkosningar – Lykilorð send í bréfi

Kjörlyklum dreift með pósti Þessi leið hentar vel þar sem netfangaskrá viðkomandi hóps er ekki fullkomin eða að reglur viðkomandi félags leyfa ekki notkun tölvupósts. Kjörlykill berst þá viðkomandi með pósti og kjörseðill eða atkvæðaseðill er þá aðgengilegur á netinu skv. fyrirmælum sem send eru með póstinum. Eftir að lykillinn hefur verið notaður brotnar hann og tryggt er að aðeins er hægt að beita honum einu sinni.  

Tölvupóstkosning – Einfalt og árangursríkt

Nýting tölvupósts í atkvæðagreiðslum er hagstæðasta og í flestum tilfellum fljótlegasta leið sem völ er á. Forsenda hennar er hinsvegar sú að netföng þeirra sem eru á kjörskrá sé þekkt amk að mestu leyti.Netfang viðkomandi er hans heimilisfang á netinu og kjörgögnum ásamt kjörlykli er komið til viðkomandi með tölvupósti. í framhaldinu getur sá hinn sami greitt atkvæði með því að smella á tengil sem fylgir tölvupóstinum, þar með opnast kjörseðillinn og greiða má atkvæði með einum smelli. Með þessum hætti má virkja mun stærri hóp og atkvæðagreiðslan verður lýðræðislegri en ella. Talning atkvæða er rafræn og frágangur niðurstöðuskýrslu tekur skamma stund.Möguleiki er að blanda atkvæðagreiðslu með tölvupósti saman við aðrar aðferðir. Mat á aðferðum og framkvæmd hverju sinni er unnin í nánu samráði við verkkaupa og þá tekið mið af aðstæðum og forsendum hverju sinni. 

Kosning á fundi – Staðbundnar kosningar

Atkvæðagreiðsla á fundi (Staðbundin atkvæðagreiðsla)Á fundum og samkomum eru greidd atkvæði um menn og málefni. Með einföldum hætti er hægt að stilla rafrænni atkvæðagreiðslu þannig upp að hún henti vel við slíkar aðstæður. Bæði er hægt að setja upp kjörstað á fundarstaðnum og einnig er möguleiki að nýta spjaldtölvur og farsíma til að greiða atkvæði með lykli /lyklum sem atkvæðibærum fundarmönnum er úthlutað. Með þessum hætti er hægt að fá fram niðurstöður um málefni og menn  á fundinum af öllum gerðum. Reglur fundar segja til um hvort atkvæðagreiðslan sé eingöngu staðbundin eða hvort fundarmenn sem ekki eru á staðnum geti greitt atkvæði. 

Breytilegt atkvæðamagn – Hlutafélög ofl.

Í mörgum samtökum og félögum ræðst það atkvæðamagn sem hver aðili ræður yfir af vægisreglum sem byggja t.d. á eign, umboði eða framlagi til starfs og þá gildir ekki einn maður eitt atkvæði. Hjá Outcome könnunum hefur þessum breytileika verið mætt með sértækri lausn sem tekur mið að vægisreglum í framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.

Dæmi um atkvæðagreiðslur af þessu tagi geta verið atkvæðgreiðslur hluthafa eða kosningar til stjórnar í félögum svo eitthvað sé nefnt. Slíkar atkvæðagreiðslur geta verið staðbundnar, framkvæmdar með tölvupósti eða á vef, allt eftir eðli atkvæðagreiðslunnar. Útfærsla framkvæmdar fer fram í samráði við verkkaupa og tekið er mið af aðstæðum og eðli þess hóps sem unnið er með hverju sinni.