Verklagsreglur ASÍ

Á síðasta ári samþykkti ASÍ reglugerð um alsherjaratkvæðagreiðslur og settar upp leiðbeinandi verklagsreglur um framkvæmd rafrænna atkvæðagreiðsla.

Outcome kannanir hafa á liðnum árum aðstoðað nokkur félög innan ASÍ við framkvæmd rafrænna kosninga og því mikilvægt að uppfylla öll meginskilyrði sem framsett eru í reglugerð og verklagsreglum. Eftir að umrædd gögn voru samþykkt fór félagið í vinnu sem tryggir að öllum skilyrðum ASÍ sé mætt. Ekki þurfti að gera miklar breytingar og öll öryggisskilyrði voru þegar uppfyllt.

Nú höfum við sett upp sérstakt verklag sem tekur mið af regluverki ASÍ og erum því vel í stakk búin til að mæta þeirra kröfum og þar með aðildarfélaga ASÍ.

Leave a Reply

Your email address will not be published.