Rafræn kosning formanns og forystu BSRB

Um miðjan október fór fram 45. Þing BSRB  og þar komu saman u.b.b. 200 þingfulltrúar frá öllum aðildarfélögum bandalagsins. Í fyrsta skiptið fóru fram rafrænar kosningar á BSRB þingi. Starfsmenn Könnuðar unnu að undirbúningi þess með fulltrúm BSRB. Ný forysta var kjörin þar og þar með nýr formaður.

Allir þeir sem kosningarétt höfðu fengu afhent kjörgögn áður en til kosninga kom og fulltrúi Könnuðar stýrði svo kosningum á fundinum. Langflestir fundarmenn nýttu sér snjallsíma í kosningunum en nokkrir nýttu sér aðgang að kjörtölvum sem settar höfðu verið upp á staðnum.

Heilt yfir gekk framkvæmdin vel og þátttaka gríðarlega góð þar sem ríflega 90% atkvæðisbærra þingfulltrúa nýttu atkvæðisrétt sinn.  Niðurstöður voru kynntar jafnóðum og hverri kosningu lauk. Almennum þátttakendum gekk vel að kjósa en starfsfólk BSRB studdi vel við framkvæmdina og ljóst að þetta er einfaldari og hraðvirkari aðferð en hefðbundnar pappírsatkvæðagreiðslur á fundi. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.