Orðaský – greining á textasvörum í könnunum

Hvað er Orðaský?
Orðaský er myndræn framsetning á textaupplýsingum. Orðaský geta hjálpað við að greina skrifaðan texta með því að draga fram vægi þeirra orða sem koma fyrir í textanum. Þannig getur lesandinn skynjað kjarna texta á augabragði bara með því að horfa á niðurstöður orðaskýsins. 

Orðaský hafa verið notuð sem greiningartól frá því á síðustu öld en vinsældir þessarar leiðar til greiningar texta hafa sveiflast frá þeim tíma. Tól til að vinna orðaský eru nú fullkomnari en áður og auðvelda notandanum að draga fram kjarnann í þeim texta sem greindur er hverju sinni. 

Orðaský í Outcome kannanakerfinu

Í Outcome kannanakerfinu er nú boðið upp á orðaský. Með þessari nýjung er verið að auka möguleika úrvinnslu opinna spurninga. Nú er hægt að vægisgreina þúsundir opinna svara á augabragði. Niðurstöðurnar skila sér bæði sjónrænt og á tölfræðiformi. Þessar niðurstöður er hægt að vinna frekar með orð- og samheitasíum sem loka fyrir birtingu orða sem ekki hafa þýðingu í skýinu og eins draga fram kjarnaorð með skýrum hætti. Kjarnaorð sem geta staðið fyrir mörg samheiti og beygingarmyndir. 

Orðaský er skemmtileg og gagnleg viðbót við önnur greiningartól í Outcome kannanakerfinu. Orðaský er hinsvegar eingöngu stuðningstæki við greiningu opins texta því ekkert kemur í stað yfirlestur gagna. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.