Landsbjörg kýs stjórn og formann

Um liðna helgi fór fram landsþing Landsbjargar á Ísafirði. Á fundinum var kosinn nýr formaður, ný stjórn og kosið í nefndir. Framkvæmd kosninga var í höndum Outcome kannana og verkefnið gekk mjög vel.

Með fundargögnum fengu fundarmenn kjörlykila þannig að hver kjörgengur fundarmaður átti sinn lykil. Rafrænn kjörseðill var þannig settur upp að auðvelt var að nýta síma og spjaldtölvur til að greiða atkvæði. Þannig nýttu uþb. 75% þeirra sem greiddu atkvæði þá leið en um 25% fór á kjörstöð sem sett hafði verið upp á fundinum. 

Þátttaka var mjög góð og yfir 90% kjörgengra fundarmanna tóku þátt. Niðurstöður kosninga lágu svo fyrir skömmu eftir að kjöri lauk.