Læknafélag Íslands samþykkir kjarasamning

Á liðnum vetri háðu læknar á Íslandi harða kjarabaráttu og raunveruleg hætta var talinn á að hópar lækna færu frá Íslandi vegna mjög óhagstæðs samanburðar kjara við lækna í nágrannalöndum. Outcome kannanir sáu um atkvæðagreiðslu fyrir bæði Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands. 

Nýr kjarasamningur samþykktur
Lokið er atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um kjarasamning fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands, sem undirritaður var 7. janúar sl. Rúmlega 80% atkvæðisbærra lækna tók þátt í atkvæðagreiðslunni. Rúmlega 90% samþykktu samninginn.

Nánar um atkvæðagreiðslu LÍ >>