Einfaldara og aðgengilegra að stofna nýja könnun

Fyrir skömmu var ferill þess að stofna nýja könnun uppfærður. Þar er hugsunin að á einum skjá sé hægt að framkvæma fjölbreyttar aðgerðir og hafa aðgang að meiri virkni en áður. Áður þurfti að fara í gegnum nokkurn feril til að ná fram þeirri virkni og þeirri uppsetningu sem notandinn sóttist eftir. Eins og sjá má er hægt að taka margar mótandi ákvarðanir á fyrsta skjánum sem birtst eftir að ákvörðun er tekin um að stofna nýja könnun. 

Til að útskýra þetta aðeins nánar og fara yfir ferilinn þá byrjar viðkomandi á að ákveða hvort hann ætlar að setja könnun upp frá grunni þ.e. stofna allar spurningar frá grunni og setja inn alla þá virkni sem skiptir máli lið fyrir lið. Fyrir þá sem framkvæma reglulega kannanir er hinsvegar sá möguleiki fyrir hendi að afrita eldri könnun sem hefur verið notuð áður og annaðhvort nýta hana eins og hún kemur fyrir eða nýta hana sem grunn að nýrri könnun. Loks erum við að byggja upp safn kannanagrunna sem viðskiptavinir fá aðgang að og á næstu vikum raðast inn grunneiningar sem hjálpa svo þeim sem vilja framkvæma kannanir á tilteknum sviðum af stað og skapa grunn að könnunum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.