Auðkenning með Íslykli

Í bæði könnunum og kosningum hafa Outcome kannanir boðið upp á nokkrar leiðir til auðkenningar. Í hefðbundnum tölvupóstkönnunum er netfang sem skráð er á viðkomandi látið nægja sem auðkenning. Svo lengi sem póstlistar eru nokkuð öruggir berast gögn réttum aðila og kerfið tryggir að aðeins er hægt að taka þátt einu sinni. Í ákveðnum kosningum er þessi leið einnig farin en oftar er þó stuðst við annarskonar auðkenningu þegar greidd eru atkvæði. Gamla lagið er að senda bréfpóst á lögheimili viðkomandi. Í póstinum er þá lykill sem opnar kjörseðil ef kennitala viðkomandi aðila er slegin inn rétt við innskráningu. Við þetta er svo hægt að blanda tölvupósti en markmiðið er þá að draga úr póstkostnaði og ná aukinni hvatningu.

Dulkóðað samband frá Íslykli

Nú höfum við bætt nýjum möguleika því búið er að ganga frá tengingu við Íslykil Þjóðskrár og setja upp dulkóðað samband á milli hefðbundins innskráningarglugga Íslykilsins og kosningakerfis Outcome. Fleiri og fleiri nýta orðið innskráningarleiðir Íslykils og  því þekki almenningur orðið inná hvernig skuli nota þá innskráningarleið. Það hjálpar mikið að við innskráningu í kjörseðla og kannanir sé fólk að vinna í kunnuglegu umhverfi og með innskráningarlykil sem það þekkir vel. Það að verða sér út um Íslykil er auðvelt því á örskotsstundu er hægt að fá sendan lykil í heimabanka viðkomandi. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.