Auðkenning með Íslykli reynist vel

Nýting Íslykils við innskráningu í rafrænum kosningum.

Einstaklingar sem fengið hafa kennitölu eru skráðir inn í Íslykilskerfi Þjóðskrár. Því er hægt með einföldum hætti og án kostnaðar að kalla eftir Íslykli sem nýtist viðkomandi til innskráningar þar sem Íslykils er krafist. 

Outcome kannanir gerðu í vor afnotasamning við Þjóðskrá sem leyfir að tengja Íslykilsinnskráningu með einföldum hætti beint við kjörlykla sem tengdir eru kennitölum í kosningakerfi fyrirtækisins. Öll samskipti á milli Íslykils og kjörseðils eru dulkóðuð þannig að öryggi persónuupplýsinga er gott í samskiptunum sem fram fara á milli þessara tveggja kerfa.

Þegar þessi leið var farin upphaflega voru ákveðnar efasemdir um að kjósendur væru viljugir til að nýta Íslykilinn sem innskráningarleið. Í þeim kosningum sem Outcome kannanir hafa framkvæmt frá þessum tíma hafa nokkur þúsund Íslendingar nýtt Íslykil til innskráningar. Þetta hafa verið vandræðalausar kosningarog kjósendur tæknivæddari en gert hafði verið ráð fyrir. Ætla má að innskráning með þessum hætti verið nýtt í auknum mæli á komandi misserum enda sífellt fleiri sem vita alveg hvernig beita á Íslyklinum.  

Með það í huga að tæknin eigi að þjóna okkur fremur en að við verðum þrælar tækninnar hefur verið  boðið uppá hjáleiðir af ýmsum toga sem aðstandendur kosninga velja svo úr. Þannig er hægt að taka við pappírsseðlum og koma þeim á rafrænt form eða að úthluta lyklum beint með tölvupósti samhliða Íslykilskosningu.  Þannig hefur verið hægt að mæta þörfum hópa sem treysta sér illa eða kunna ekki að nýta sér þessa kosti og enginn hópur er þannig útundan. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.